3 ástæður til að nota Wordpress

Ef þú ætlar að búa til nýja vefsíðu er besta leiðin að hanna þína eigin með því að nota WordPress.

WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi heims og margar stærstu síður heims nota það.

Hér eru 3 ástæður til að nota WordPress.

1. Frítt

Wordpress er "open source" -- sem þýðir að hver sem er getur tekið þátt í að breyta því og bæta.

En það þýðir líka að það er 100% frítt. Þú getur downloadað því og installað á þína eigin vefhýsingu eða búið til fría síðu á wordpress.com.

2. Hraðvirkt

Það skiptir miklu máli að síðan þín sé hraðvirk.

Ef síðan er hröð eru lesendur mun líklegri til að koma aftur, einnig er Google búið að tilkynna að hraðvirkar vefsíður eru mun líklegri til að fá traffík frá leitarvélum.

WordPress er mjög hraðvirkt og hægt er að setja inn frí "plugins" sem gera hana enn hraðvirkari.

3. Einfalt í notkun

Vefsíðugerð með WordPress er alveg ótrúlega einföld og þú þarft ekki að kunna forritun.

Þú getur notað sjónrænt viðmót til að breyta útliti, eins og bakgrunni, fyrirsögnum, texta og fleiru.

Svo geturðu sett inn plugins, sem virka eins og smáforrit fyrir síðuna. Þau geta bætt við alls konar virkni á síðuna á einfaldan hátt. Dæmi eru plugins til að gera síðuna hraðvirkari, öruggari, setja inn takka til að deila á Facebook o.fl.

Eitt gott plugin sem ég mæli með að allir setji inn heitir Yoast. Þetta plugin fínstillir síðuna þína til að gera hana líklegri til að fá traffík frá leitarvélum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband